Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu Eftir vinnu fréttir frá árinu 2023. Hér eru fimm vinsælustu Eftir vinnu fréttir ársins.

1. Svona er best að forðast verðbólguna erlendis

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, gafÍslendingum góð ráð um hvernig best var að komast hjá því að lenda í verðbólgudraugnum á ferðalögum síðastliðið sumar.

2. Fjöl­mennt á góð­gerðar­kvöld­verði 1881

Góð­gerðar­fé­lagið 1881 stóð fyrir góð­gerðar­kvöld­verði á veitingastaðnum Duck&Rose í síðasta mánuði. Til­efnið var kynning á Jóla­stjörnunni 2023 sem er hluti af verk­efni 1881, Jól fyrir alla.

3. Sushi-kvöld til stuðnings ís­lenska laxa­stofninum

Stangveiðimenn, áhrifavaldar, fólk úr viðskiptalífinu og raunhagkerfinu kom saman í nóvember til að styðja við íslenska laxastofninn.

4. Taktu nótu: Kastrup

Kastrup höfðar fyrst og fremst til fólks með mikinn kaupmátt og þá sérstaklega fólks í sérfræðistörfum hjá íslenska ríkinu.

5. Langar í Bentley með kampavínskæli í skottinu

Stefán Einar Stefánsson stýrir viðskiptaþáttum Dagmála á mbl.is og hann var um árabil fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Hann er mikill bílaáhugamaður og finnst skemmtilegt að tengja saman flotta bíla og aðrar lystisemdir lífsins.