„Ég var búin að ákveða fyrir seinna fæðingarorlofið með yngri strákinn minn að ég ætlaði að breyta til. Þá hafði ég leigt sal hjá WorldClass í nokkur ár undir þjálfunina mína og var mjög ánægð með þá reynslu. En mig langaði í nýtt umhverfi og nýjar áskoranir,“ segir Indíana sem hefur heldur betur staðið við sín orð. En í byrjun þessa árs opnaði hún æfingastöð GoMove Iceland á Kársnesinu.

„Gildi GoMove eru gæði, gleði og hugsun. Rauði þráðurinn í öllu hjá okkur er mannlegi þátturinn. Við skiljum fólk og við erum alltaf að reyna að gera hlutina raunhæfa miðað við öll lífsins verkefni sem liggja fyrir fólki . Það getur verið mjög erfitt að halda sér í æfingarútínu þegar þú átt börn, rekur heimili, ert í vinnu og kannski námi líka,“ segir Indíana sem er ekki hrædd við aðrar og stærri líkamsræktarstöðvar.

„GoMove er æfingastöð, ekki líkamsræktarstöð. Helsta samkeppni okkar er sófinn, Netflix, síminn og stressið í vinnunni. Við leggjum okkur fram við að fá fólk til að hreyfa sig og styrkja sig, með því að miðla þekkingu á mannamáli og vera skilningsrík.“

Nánar er rætt við Indíönu Nönnu í blaðinu Eftir vinnu sem kom þann 30. júní. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.