Færeyski bankinn BankNordik hagnaðist um rétt rúmar 24,5 milljónir danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir rétt rúmum 524 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Á sama tíma í fyrra tapaði bankinn 75,9 milljónum danskra króna.

Fram kemur í uppgjörinu að tekjur hafi numi 62 milljónum danskra króna, sem er 28 milljónum meira en árið á undan.

Rekstrarhagnaður nam 71 milljón danskra króna á tímabilinu, rétt rúmum 1,5 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 40 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta skiptið í þrjá ársfjórðunga sem bankinn skilar hagnaði fyrir skatta og gjöld.

Í uppgjöri bankans kemur fram að bætt afkoma skrifist að stórum hluta á yfirtöku á besta parti Amagerbankans í Danmörku í júlí.

Í uppgjörinu eftir haft eftir bankastjóranum Janusi Petersen að stjórnendur bankans séu ánægðir með afkomuna í skugga óróleika í efnahagslífinu.

Uppgjör BanNordik