Fjármálaeftirlitið samþykkti í dag fyrir sitt leyti samruna VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingarfélag Sparisjóðanna), undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf., segir í tilkynningu.

Áður höfðu hluthafafundir beggja félaga samþykkt samruna með fyrirvara um samþykki FME.

VBS er með fjölbreytta starfsemi og býður meðal annars upp á eignastýringu, miðlun verðbréfa, fyrirtækjaráðgjöf og lánastarfsemi.

Um 30 manns eru í starfsliði bankans en framkvæmdastjóri er Jón Þórisson.