*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Fólk 12. mars 2019 10:16

Hjördís Hugrún til Accenture í Sviss

Tækniráðgjafafyrirtækið Accenture í Zürich hefur ráðið Hjördísi Hugrúnu Sigurðardóttur. Hálf milljón vinnur hjá félaginu.

Ritstjórn
Hjördís Hugrún Sigurðardóttir með skrifstofur Accenture í Zürich í bakgrunni.
Aðsend mynd

Hjördís Hugrún Sigurðardóttir hóf nýlega störf sem ráðgjafi hjá Accenture í Zürich í Sviss. Accenture sérhæfir sig í tækniráðgjöf og er fyrirtækið á lista Fortune Global 500. Hjá Accenture starfa tæplega 460 þúsund manns um allan heim og viðskiptavinir fyrirtækisins eru m.a. 95 af Fortune Global 100 listanum.

Hjördís Hugrún er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í rekstrarverkfræði við ETH Zürich. Hún skrifaði einnig bókina Tækifærin ásamt móður sinni Ólöfu Rún Skúladóttur og heldur úti instagram síðunni Hún er meistari, þar sem finna má má góð ráð og hvetjandi sögur úr atvinnulífinu sem fyrirmyndirnar deila í bókinni.

„Ég er í skýjunum með þetta. Þetta er krefjandi og magnað tækifæri,“ segir Hjördís Hugrún. „Ég hef unnið talsvert í strategíu og breytingastjórnun síðustu ár en meira á sviði framleiðslu og vörustjórnunar en fæ núna að spreyta mig á upplýsingatækni sviði.