*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 20. júlí 2019 13:09

Lækka hlutafé um milljarð

Skráð hlutafé Þórsmerkur ehf., sem er eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, var lækkað um milljarð króna í byrjun júní.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skráð hlutafé Þórsmerkur ehf., sem er eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, var lækkað um milljarð króna í byrjun júní, úr 1,6 milljörðum króna í 606 milljónir króna til að mæta tapi fyrri ára.

Félögin hafa ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2018 en 284 milljóna króna tap var á rekstri Árvakurs árið 2017, og 50 milljóna tap árið 2016. Félagið hefur einu sinni skilað hagnaði frá árinu 2009. Hlutafé Þórsmerkur var aukið um 200 milljónir króna fyrr á þessu ári til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. 

Stærstu hluthafar Þórsmerkur eru Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Kaupfélag Skagfirðinga samkvæmt upplýsingum á vef Fjölmiðlanefndar.