*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 1. maí 2019 12:04

Össur hækkað um 7,6% frá uppgjöri

Markaðsvirði stoðtækjaframleiðandans hefur aukist um 21 milljarð síðan tilkynnti um 37% aukningu hagnaðar milli ára.

Ritstjórn
Össur er til húsa að Grjóthálsi, en félagið er skráð í dönsku kauphöllina.
Eva Björk Ægisdóttir

Össur hf, sem nú er skráð í dönsku kauphöllina, hækkaði um 5,97% í viðskiptum gærdagsins, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gærmorgun jókst hagnaður félagsins um 37% á fyrsta ársfjórðungi frá sama tíma fyrir ári.

Hækkunin hefur svo haldið áfram í dag, en opið er í dönsku kauphöllinni í dag, 1. maí, og hefur gengið hækkað um 1,6% það sem af er degi, og stendur gengi bréfanna þegar þetta er skrifað í 37,9 dönskum krónum.

Þar sem lokagengi bréfanna þegar markaðir lokuðu á mánudag var 35,2 krónur, hefur hækkunin síðan þá numið 7,6%. Hefur það aukið markaðsvirði félagsins um sem samsvarar 21 milljarði íslenskra króna, og nemur það nú 295 milljörðum íslenskra króna.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is