Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að efnahagskerfi Bandaríkjanna hafi tekið skarpa niðursveiflu. Hann er hins vegar bjartsýnn á að endurgreiðsla skatta, sem verður gefin í byrjun maí, muni hafa góð áhrif. Hann sagði einnig að það aukna fjármagn sem húsnæðislánasjóðir landsins eru að safna væri mjög mikilvægt, samkvæmt frétt BBC.