Árið 2011 tóku gildi ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands þar sem meðal annars var kveðið á um fækkun og stækkun ráðuneyta í kjölfar efnahagshrunsins. Markmiðið var að gera Stjórnarráðið öflugra og skilvirkara auk þess að skerpa á og skýra verkaskiptingu milli ráðuneyta. Ráðuneytum var fækkað úr 10 í 8 og ráðherrum fækkaði úr 12 í 8.

Árin eftir það, einna helst frá árinu 2017, urðu miklar breytingar. Árið 2017 var innanríkisráðuneytinu skipt upp í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Í árslok 2018 var velferðarráðuneyti skipt í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti en þar höfðu setið tveir ráðherrar frá 2013. Í báðum tilvikum var um að ræða ráðuneyti sem höfðu verið sameinuð árið 2011.

Ráðuneytunum var fækkað niður í átta árið 2011. Átta ráðherrar sátu í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir árið 2012.

Með þessum breytingum fjölgaði ráðuneytum úr 8 í 10 en ráðherrar voru 11 talsins, þar sem tveir ráðherrar sátu í atvinnuvegaráðuneytinu.

Umfangsmestu breytingarnar urðu þó í lok janúar 2022 þegar þingsályktunartillaga um breytingar á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands samþykkt á Alþingi. Um var að ræða lokaáfangann í umfangsmiklum breytingum á Stjórnarráðinu sem kynntar voru við myndun seinni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur árið 2021 með útgáfu forsetaúrskurða um skiptingu stjórnmálaefna milli ráðuneyta og skiptingu starfa ráðherra.

Ráðuneytum fjölgaði þá um tvö, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og menningar- og viðskiptaráðuneyti komu ný inn, og urðu þar með 12 talsins. Ráðherrum fjölgaði um einn og urðu 12 sömuleiðis. Samhliða öllum þessum breytingum hafa stjórnarmálefni verið flutt á milli ráðuneyta.

Nánar er fjallað um vöxt Stjórnarráðsins í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.