Reginn fasteignafélag og FM eigendur FM-húsa hafa á undirritað kaupsamning um kaup Regins á 55% af hlutafé félagsins í stað 47% eins og áður hafði verið ákveðið og meðeigendur í félaginu verða þeir hluthafar sem nú selja af eignarhlut sínum. Upprunalegt samkomulag kvað á að VÍS myndi kaupa 16% hlut í félaginu, en nú virðist breyting hafa orðið á.

Áreiðanleikakönnun hefur nú verið gerð. Samhliða því var heildarvirði eignasafn félagsins lækkað um 190 milljónir króna og er nú 3.560 milljónir króna. Arðsemi viðskiptanna er rúmlega 7%. Kaupsamningurinn er þó enn háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í kjölfar viðskiptanna verða stærstu hluthafar FM-húsa, auka Regins, eftirfarandi aðilar: Benedikt Rúnar Steingrímsson, 22,5%, Magnús Jóhannsson, 18,4%, og Særún Garðarsdóttir 4,1%. Áætlað er að uppgjör og afhending vegna viðskiptanna fari fram á þriðja ársfjórðungi 2017. Ráðgjafi Regins í viðskiptunum var Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.