*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 20. september 2017 15:15

Taka yfir 98,13% hlut í United Silicon

Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13% hluta félagsins United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson var kjörinn nýr stjórnarformaður.

Pétur Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13% hluta félagsins. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa stjórnina þau Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Jakob Bjarnason, stjórnarformaður félagsins. Þetta staðfestir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi United Silicon í samtali við Viðskiptablaðið. 

Líkt og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá þá veitti Héraðsdóm­ur Reykja­ness félaginu framlengingu á heimild til greiðslustöðvunar til þriggja mánaða, eða til 4. des­em­ber. Stjórn félagsins vinnur áfram að endurskipulagningu félagsins og hefur stuðning hluthafa til að leita nýrra fjárfesta og leiða viðræður við þá að sögn upplýsingafulltrúans.

Stikkorð: United Silicon yfirtaka stjórn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim