Bandarískir hlutabréfamarkaðir svífa nú í sögulegu hámarki, en Dow Jones vísitalan stendur til að mynda í 20.038 stigum þegar þessi grein er skrifuð.

S&P 500 vísitalan hefur einnig hækkað hressilega frá árinu 2009, auk þess hefur hún ekki lækkað um 1% í 81 dag samfellt, eða frá 11 október árið 2016.

S&P 500 vísitalan hefur ekki hegðað sér sambærilega síðan árið 2006, en fyrir það náði vísitalan jafn langri samfelldri hækkun, án 1% lækkunar árið 1995.

Ef gögnin eru skoðuð nánar, kemur í ljós að S&P 500 vísitalan hefur að meðaltali lækkað um 1,8% í febrúar frá árinu 1950.

Samkvæmt fjárfestum, sem CNN ræddi við hefur febrúar oftast verið erfiðastur eftir kosningar, þegar aðilar á markaði þurfa að aðlaga sig að nýjum forsetum.