Launa æðstu stjórnenda fyrirtækja hækkuðu 9,9% á milli áranna 2010 til 2011 en millistjórnenda um 8,3%, samkvæmt niðurstöðum Launagreiningar endurskoðendafyrirtækisins PwC. Þetta er talsvert meiri hækkun en hjá öðrum hópum. Þar hækkuðu þau um 1% til 7% á milli ára. Á sama tíma hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði að meðaltali um 4,3%.

Samkvæmt greiningunni voru föst mánaðarlaun hér á landi 463 þúsund krónur að meðaltali en heildarlaun 513 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Hækkunin er í takt við almenna kjarasamninga en heldur ekki í við verðbólgu, sem var 5,6% á sama tíma, að því fram kemur í greiningunni.

Á sama tíma námu heildarlaun 222 æðstu stjórnenda fyrirtækja rúmum 1,4 milljónum króna að meðaltali í fyrra. Meðallaun millistjórnenda námu á sama tíma 824 þúsund krónum. 

Fjallað er ítarlega um launagreininguna í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.