Leiðandi hagvísir Analytica fyrir júnímánuð var óbreyttur frá fyrra mánuði og bendir áfram til hagvaxtar yfir langtímaleitni. Gildin fyrir mars til maí mánuð voru hins vegar endurskoðuð lítillega niðurávið.

Er tekið mið að verklagi OECD við útreikninga hagvísisins, en hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Tekur hann áfram gildið 102,3 en hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni.

Hækka tveir af sex undirliðum frá því í maí, það er innlutningur og verðmæti fiskafla, en hinir fjórir lækka. Er leiðrétt fyrir áhrifum árstíðarsveiflu og langtímaleitni í öllum tilvikum. Hefur dvínun væntinga og verðlækkun hlutabréfa mest áhrif. Áhættuþættir í ytra umhverfi sem gætu ógnað hagvexti tengjast helst stöðu alþjóðastjórnmála, óvissu í efnahagsmálum nýmarkaðsríkja og Kína og áhrifum þessara á helstu viðskiptalönd.