Airbnb hefur breytt nafni sínu í „Aibying“ í Kína, sem þýðir: bjóðum hvorn annan velkominn með ást. Airbnb stefnir nú á útrás í Kína og vill meðal annars tvöfalda fjárfestingar sínar í landinu og þrefalda starfslið sitt þar. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um málið.

Á undanförnum árum, hefur skráðum Airbnb íbúðum fjölgað um helming og voru 80 þúsund árið 2016. Að sögn Brian Chesky, forstjóra Airbnb, eru miklir vaxtarmöguleikar í Kína. „Það er heil kynslóð Kínverja sem vill sjá heiminn í nýju ljósi,“ sagði hann meðal annars á fundi í Kína.

Airbnb er metið á 30 milljarða dollara og skilaði hagnaði í fyrsta sinn nýlega. Nú stefnir það á Asíumarkaðinn.