Aðildarríki OPEC framleiða nú um 30 milljón tunna á dag, að sögn
Purnomo Yusgiantoros, forseta samtakanna en hann er jafnframt olíumálaráðherra Indónesíu. Þetta er metframleiðsla og um tveimur milljónum tunna umfram þann kvóta sem samtökin hafa sett.

Ef nauðsynlegt er geta ríkin aukið framleiðsluna enn meira eða um allt að 1,5 milljónir tunna á dag. Allar ákvarðanir um aukna framleiðslu bíða hins vegar fram í september næstkomandi.

Olíuverð náði nýju hámarki í gær. Í London var Brent háolía í 41,12 dollurum tunnan og hækkaði um 1,42 dollar. Í gær var fimmti dagurinn í röð sem verð á olíu slær met.

Miklar áhyggjur af minnkandi framboði einkenna hins vegar markaðinn í kjölfar þess að stjórnvöld í Rússlandi hafa fryst allar bankainnistæður olíurisans Yukos. Yfirlýsingar forráðamanna OPEC hafa breytt litlu þar um.