*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 21. nóvember 2013 12:29

Alþingi kærir borgina

Forsætisnefnd Alþingis segir Reykjavíkurborg hafa virt athugasemdir við deiliskipulag á Landsímareit að vettugi.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Forsætisnefnd Alþingis hefur kært til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að samþykkja deiliskipulag við Landsímareitinn í Kvosinni. RÚV segir að kæran hafi verið lögð fram á fundi umhverfis-og skipulagsráðs í gær. Þar segir að Alþingi telji ákvörðun borgarinnar ólögmæta og er þess krafist að hún verði felld úr gildi.

Forsætisnefnd Alþingis telur Reykjavíkurborg brjóta gegn 36. grein stjórnarskrárinnar og hafi athugasemdi sem Alþingi gerði við deiliskipulag á reitnum verið virtar að vettugi. Alþingi telji að með þeirri háttsemi hafi borgin sýnt menningarminjum, þjóðþingi Íslendinga og sögu landsins vanvirðingu, brotið gegn skipulagsreglugerð og 36.grein stjórnarskrárinnar.