*

fimmtudagur, 20. janúar 2022
Innlent 26. mars 2020 16:45

Tuttugu sagt upp hjá Sýn

Arnar Björnsson íþróttafréttamaður er meðal þeirra sem sagt hefur verið upp störfum hjá Sýn.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Um tuttugu manns var sagt upp hjá Sýn í dag. Þetta staðfestir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Hann segir að deildir hafi einnig verið sameinaðar og starfsfólk fært til milli deilda til að reyna að lágmarka uppsagnir í því erfiða árferði sem nú er til staðar í efnahagsmálum. 

Flestar séu uppsagnirnar tengdar íþróttadeildinni en einnig hafi komið til uppsagna í auglýsingadeild. Lítið er um beinar útsendingar af íþróttum þessa dagana enda búið að fresta deildum í flestum keppnisíþróttum, bæði hér á landi og erlendis.

Arnari Björnssyni íþróttafréttamanni var meðal þeirra sem sagt var upp störfum í dag eftir áratugastarf hjá félaginu og forverum þess, að því er DV greinir frá.