Um tuttugu manns var sagt upp hjá Sýn í dag. Þetta staðfestir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Hann segir að deildir hafi einnig verið sameinaðar og starfsfólk fært til milli deilda til að reyna að lágmarka uppsagnir í því erfiða árferði sem nú er til staðar í efnahagsmálum.

Flestar séu uppsagnirnar tengdar íþróttadeildinni en einnig hafi komið til uppsagna í auglýsingadeild. Lítið er um beinar útsendingar af íþróttum þessa dagana enda búið að fresta deildum í flestum keppnisíþróttum, bæði hér á landi og erlendis.

Arnari Björnssyni íþróttafréttamanni var meðal þeirra sem sagt var upp störfum í dag eftir áratugastarf hjá félaginu og forverum þess, að því er DV greinir frá.