Samdráttur upp á 0,3% varð í bandaríska hagkerfinu á þriðja ársfjórðungi samkvæmt tölum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna.

Fram kemur í frétt Reuters að þrátt fyrir að þetta sé mesti samdráttur á einum ársfjórðungi frá árinu 2001 er hann minni er greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.

Einkaneysla dróst saman um 3,1% á tímabilinu en einkaneysla vegur um 2/3 af efnahagskerfi Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1991 sem einkaneysla dregst svo mikið saman á einum ársfjórðungi.

Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi var 2,8%.