Bandarískar hlutabréfavísitölur lækkuðu umtalsvert í dag af sömu ástæðu og evrópskar vísitölur lækkuðu, þ.e. vegna þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því að nýkynnt björgunaráætlun ESB sé á flæðiskeri stödd.

Var það einkum ákvörðun gríska forsætisráðherrans, George Papapndreo, að leggja björgunaráætlunina fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem olli meltingartruflunum meðal fjárfesta.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 2,48%, Nasdaq um 2,89% og S&P500 um 2,79%.