Fjármálaráðuneytið breska hefur sagt að ef einhver 25 stærstu útlánastofnana lentu í viðlíka vandræðum og Northern Rock myndi hið opinbera koma til aðstoðar. Telegraph segir frá þessu.

Nýjar upplýsingar um neyðaráætlun á vegum hins opinbera (e. Financial Services Compensation Scheme) kveða á um að allt að fjórum milljörðum punda sé hægt að safna saman frá fjármála- og tryggingastofnunum ef hrun ætti sér stað hjá einhverri innlánastofnun. Hins vegar eru samanlögð innlán 25 stærstu útlánastofnana miklu hærri fjárhæð.

Yvette Cooper hjá fjármálaráðuneytinu breska sagði að ríkið myndi lána FCTS peninga ef til þyrfti.