Financial Times greindi frá því fyrr í kvöld að íslenska ríkið íhugi nú að leysa til sín eignarhluti Baugs í hinum ýmsu verslanakeðjum Bretlands, þar á meðal House of Fraser og Hamleys.

Að því er kemur fram í frétt blaðsins er nú unnið að áætlun sem gæti haft það í för með sér að íslenska ríkið og kröfuhafar bankana gangi að skuldum Baugs vegna starfsemi í Bretlandi og leysi til sín eignirnar. Er meðal annars horft til þess að ákaflega óheppilegt sé nú að selja þessar eignir og því geiti verið hagstæðara að halda áfram að reka þær um sinn.

Í fréttinni kemur fram að ekki sé hægt að hrinda þessari áælun í gang fyrr en búið er að aflétta lögum um hryðjuverk sem enn eru í gildi gagnvart eignum Landsbankans í Bretlandi. Því sé nauðsynlegt að ná víðtækara samkomulagi við bresk stjórnvöld áður en unnt er að hrinda þessu í framkvæmd segir í frétt FT.

Í fréttinni er einnig sagt frá því að íslenska þingið hafi skömmu fyrir jól afgreitt lög sem heimili lögsókn á hendur breskum sjórnvöldum fyrir beitingu hryðjuverkalaganna.