Hagnaður Festi á fyrsta árs­fjórðungi nam 202 milljónum króna sem er tölu­verður við­snúningur frá fyrsta árs­fjórðungi 2023 þegar fé­lagið skilaði 91 milljón króna tapi.

Vöru­sala sam­stæðunnar nam 32,2 milljörðum króna á tíma­bilinu saman­borið við 29,5 milljarða árið áður og jókst því um 9,3% milli ára.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fé­lagsins nam fram­legð af vöru- og þjónustu­sölu 7 milljörðum kórna og jókst um 806 milljónir eða 12,9% á milli ára.

„Verð á hrá­vörum helst á­fram hátt líkt og í fyrra en ó­vissu­á­stand á mörkuðum ríkir enn vegna stríðs­á­stands í Úkraínu og fyrir botni Mið­jarðar­hafs. Al­mennar launa­hækkanir á vinnu­markaði tóku gildi á fjórðungnum sem hækka launa­kostnað um rúm­lega 5% að ó­breyttu. Verð­bólga og vextir eru á­fram háir sem hafa á­hrif á vöru­verð og allan rekstrar­kostnað. Mikil á­hersla er lögð á­fram á lækkun alls rekstrar­kostnaðar með bættum ferlum og aukinni sjálf­virkni,“ segir Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Festi.

Laun og starfs­manna­kostnaður jókst um 7,5% en stöðu­gildum fjölgaði um 2,5% milli ára.

EBITDA nam 1,9 milljörðum saman­borið við 1,4 milljarða árið áður sem er um 35,5% hækkun milli ára. Í uppgjörinu segir Ásta að horfur fyrir árið eru góðar en fram undan er sumarið sem er mikil­vægasti tími ársins í rekstri sam­stæðunnar.

EBITDA spá fé­lagsins fyrir árið 2024 er hækkuð um 300 milljónir og er nú 11,5 – 11,9 milljarðar króna.

Hand­bært fé frá rekstri nam 538 milljónum eða 7,6% af fram­legð, saman­borið við 1,2 milljarða árið áður.

„Góður gangur er heilt yfir í rekstri fé­laganna. Á­hersla er á­fram lögð á tekju­vöxt og bætingu fram­legðar en um leið að­hald í rekstrar­kostnaði. Út­litið fyrir árið er gott en næstu mánuðir eru lykil­mánuðir í rekstri sam­stæðunnar með fjölda ferða­fólks sem við erum til­búin að þjónusta um land allt,” segir Ásta.

Eigið fé nam 35,1 milljarði og var eigin­fjár­hlut­fallið 36,0% í lok tíma­bilsins 2024.