Halla Björg Haraldsdóttir, fjármálastýra Ljósleiðarans, hefur látið af störfum hjá félaginu að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Hún segir að nú sé rétti tíminn fyrir sig að leita á ný mið og takast á við annarskonar verkefni.

„Fjármálasvið Orkuveitunnar, móðurfélag Ljósleiðarans, mun taka við almennum rekstri [fjármálasviðs dótturfélagsins],“ segir í tilkynningunni.

Halla Björg Haraldsdóttir
Halla Björg Haraldsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitunnar, hefur unnið að hlutafjáraukningu í hátt í tvö ár en ferlið hefur tafist umtalsvert. Lagt var upp með að aðrir hluthafar en Orkuveitan myndu leggja félaginu til nýtt hlutafé. Eftir tafir í ferlinu hefur Orkuveitan gefið það út að hún hyggist taka þátt í hlutafjáraukningunni ef ekki reynist áhugi hjá öðrum fjárfestum.