Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, mun halda fyrirlestur á vegum breska viðskiptablaðsins Financial Times á fimmtudaginn næstkomandi.

Í tilkynningu um viðburðinn, sem nefnist FT Executive Dinner Forum, segir að Gunnar muni tala um markaðsmál. Samtali við Viðskiptablaðið í dag sagði Gunnar að hann myndi leggja áherslu á vörumerki Baugs og markaðssetningu þeirra, svo sem markaðssetningu á Iceland-vörumerkinu.

Iceland hefur samþykkt að styrkja breska raunveruleikaþáttinn Im A Celebrity ... Get Me Out Of Here með auglýsingum.


Þátturinn er sýndur á ITV-sjónvarpstöðinni og þetta er sjötta þáttaröðin. Ferðafyrirtækið First Choice var áður styrktaraðili þáttanna

Ekki hefur komið fram hve mikið Iceland mun greiða fyrir auglýsingarnar. Tæplega tíu milljónir áhorfenda horfðu reglulega á þáttinn í fyrra og jókst áhorf um 9% í 40% frá árinu 2004.