Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundar í dag um gengistryggð lán og uppgjör þeirra. Samkvæmt tilkynningu frá Eygló Harðardóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, verða fulltrúar Umboðsmanns skuldara, Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, Samtaka fjármálafyrirtækja, Hagsmunasamtaka heimilanna, og Samtaka lánþega auk fleiri aðila er standa að kvörtun til ESA á meðal getsta.

„Rætt verður um kvörtunina til ESA, niðurstöðu útreikninga umboðsmanns skuldara og viðbrögð efnahags- og viðskiptaráðuneytisins við þeim,“ segir í tilkynningunni.