*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 2. október 2014 20:02

Geta ekki sætt sig við breytingar með skömmum fyrirvara

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sýna verði geiranum skilning við breytingar á virðisaukaskattskerfinu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattslöggjöfinni þurfa að tryggja einföldun á kerfinu og stjórnvöld verða að sýna viðskiptaumhverfi ferðaþjónstunnar skilning og laga viðamiklar breytingar að atvinnugreininni, að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Segir hún að samtökin geti á engan hátt sætt sig við breytingar með nokkurra vikna eða mánaða fyrirvara.

Í fréttabréfi SAF segir hún að í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra horfi fram á niðurskurð hvert sem litið sé. Nefnir hún sem dæmi niðurskurð í samgöngumálum, menntamálum tengdum ferðaþjónustu og í framlögum til þjóðgarðanna. Óskiljanlegt sé með öllu að stjórnvöld sjái sér ekki leik á borði og efli þessa atvinnugrein.