Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
© BIG (VB MYND/BIG)
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi í samtali við Viðskiptablaðið ekki segja til um hvort hann sé á leið úr Framsóknarflokknum. Vísir greinir frá því að Guðmundur muni tilkynna um stofnun nýs stjórnmálaflokks á morgun. Heimildir Vísis herma að hann sé óánægður með ýmislegt í stefnu flokksins.

Guðmundur vildi sem minnst tjá sig um málið að svo stöddu þegar Viðskiptablaðið leitaði viðbragða hans og vildi ekki segja til um hvort hann sé á leið úr Framsókn. Hann hafi þó sagt áður að hann ætli sér að taka góðan tíma til að hugsa hvort hann eigi samleið með Framsókn. „Ég er að nálgast niðurstöðu í því,“ sagði Guðmundur.