Allar helstu hlutabréfavísitölur á Evrópumarkaði hækkuðu í viðskiptum dagsins, ef undan eru skildar vísitölur Rússlands. Þannig hækkaði FTSE vísitalan í London um 0,43%, þýska DAX vísitalan hækkaði um 0,6% og CAC vísitalan í Frakklandi hækkaði um 0,58%.

Þá hefur Asíumarkaður tekið töluvert við sér, en Nikkei vísitalan í Japan hafði hækkað um 2,64% við lokun markaða í dag.

Í Bandaríkjunum hafa vísitölur hins vegar lækkað eilítið frá opnun markaða þar ytra. Hefur Dow Jones vísitalan lækkað um 0,52% og Nasdaq um 0,38%.