Hagnaður 365 miðla árið 2010 nam 360 milljónum króna eftir skatt. Handbært fé frá reksti var 1.106 milljónir króna og eigið fé var rúmir 2 milljarðar um síðustu áramót. Afskriftir og fjármagnsliðir námu 644 milljónum króna. 365 miðlar er útgáfufélag Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Bylgunnar og fjögurra annarra útvarpsstöðva. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá 365 miðlum.

Þar segir að heildarvelta félagsins nam 8.550 milljónum króna síðasta ár og var EBITDA-hagnaður 1.004 milljónir króna sem er 25% meiri hagnaður en frá árinu áður. Þá nam EBITDA-hagnaðurinn 808 milljónum króna og tapið eftir skatta var 344 milljónir. Af heildartekjum félagsins þá skapast 87% í kringum afþreyingarefni í miðlum félagsins og 13% í kringum fréttaþjónustu.

Ingibjörg S. Pálmadóttir á 90% af A-hlutabréfum 365 miðla ehf. og öll B-hlutabréf, sem ekki fylgir atkvæðisréttur í félaginu en þau eru fimmtungur hlutafjár. Ari Edwald á 6% hlut af A-hlutabréfum og ásamt því að fimmtán aðriri hluthafar eiga 4%.

Allir miðlar innan 365 miðla hafa styrkt makaðsstöðu sína og að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi styrkst verulega.