Hagnaður af rekstri samstæðu Símans hf. á árinu 2005 var 4.032 milljónir samkvæmt rekstrarreikningi félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Símans. Hagnaðurinn hefur aukist um 30% á milli ára en hagnaður árins 2004 var 3.090 milljónir. Rekstrartekjur jukust um 8% of voru 20.419 milljónir.

Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignis samstæðunnar 83.255 milljónum og eigið fé nam 32.801 í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfallið er 39%. Arðsemi eigin fjár var 19,6% fyrir árið 2005 en var 21,1% árið á undan.