Úrsus ehf., fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, hefur dregið til baka gjaldþrotakröfu sína á hendur Kaupþingi. Þetta kemur fram á vef slitastjórnar Kaupþings .

Krafan var lögð fram í lok síðasta mánaðar og áður en stjórnvöld kynntu áætlun sína um afnám fjármagnshafta.

Sem kunnugt er lagði Heiðar einnig fram gjaldþrotakröfu á hendur slitabúi Glitnis, en rétt áður en taka átti kröfuna fyrir í héraðsdómi var fjárkrafa hans greidd upp af erlendum aðila. Var gjaldþrotakrafan því aldrei tekin fyrir.