*

miðvikudagur, 28. október 2020
Innlent 20. september 2020 13:07

Heiðar sneri tapi í hagnað

Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, hagnaðist um 215 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, hagnaðist um 215 milljónir króna á síðasta ári og varð töluverður viðsnúningur frá árinu 2018 er félagið tapaði 195 milljónum króna. Fjármunatekjur námu 184 milljónum króna á síðasta ári.

Eignir námu tæplega 2,1 milljarði króna í árslok 2019 en ríflega helmingur eigna, eða tæplega 1,3 milljarðar króna, voru hlutabréfaeignir. Þá nam eigið fé rúmlega 190 milljónum króna. Félagið er fjórði stærsti hluthafi Sýnar, með 9,16% hlut í sinni eigu.

Stikkorð: Ursus Heiðar Guðjónsson Sýn