*

sunnudagur, 16. júní 2019
Erlent 26. júlí 2016 15:08

Heimurinn hækkandi fer, en ójafnt

Á síðustu 100 árum hefur aukin og betri næring valdið því að flestar þjóðir hækka að meðaltali, þó mismikið.

Ritstjórn
Jól haldin í Lettlandi, kvenfólk í landinu er að meðaltali það hæsta í heimi.

Árið 1914 voru Bandaríkjamenn og Skandinavar hæsta fólk jarðar, en nú öld síðar, hafa aðrar þjóðir í norður Evrópu farið framúr þeim. Eru hollenskir karlmenn og lettneskar konur hæsta fólk jarðar árið 2014 samkvæmt mælingum.

Bandaríkjamenn farnir að lækka á ný

Þetta kemur fram í víðtækri rannsókn sem var birt á mánudag í vísindaráðstefnu í Manchester Englandi.

Meðal hæstu þjóða fyrir öld síðan, Bandaríkjunum, Kanada og Norðurlöndunum, hefur verið takmarkaðar breytingar. Bandaríkjamenn hættu þó reyndar að verða hærri á áttunda áratugnum og hefur verið smávægileg lækkun þeirra síðan árið 2000.

Eru Bandaríkin fyrsta iðnríkið þar sem hækkunin hefur snúist við. Prófessor Elio Riboli, sviðsstjóri hjá Imperial College í London segir að „Tilkoma innflytjenda er ein hugsanleg skýring en gæði og jafnrétti til góðrar næringar er önnur. Það var sá tími þegar Bandaríkin voru land gnægðarinnar, en næring þar hefur orðið verri og ójafnari.“

Enn mikill munur á hæsta og lægsta fólki

Mesta hækkunin hefur verið á belti sem nær yfir Mið-Evrópu, miðausturlönd og tempraða svæði Asíu. Eru íranskir karlmenn 16,5 cm hærri að meðaltali í dag en fyrir 100 árum og suður kóreskar konur eru 20 cm hærri.

„Rannsókn okkar sýnir að hinn enskumælandi heimur er að dragast aftur úr, sérstaklega Bandaríkin, öðrum löndum með háar tekjur í Evrópu, Asíu og Kyrrahafssvæðinu,“ sagði prófessor Majid Ezzati í Imperial College London, sem leiddi rannsóknina.

Fólst hún í rannsókn á 18,6 milljón 18 ára einstaklingum í 179 löndum, í samstarfi við World Health Organisation.

„Það sem kom mest á óvart í rannsókninni er að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir í flestum löndum, þá er enn töluverður munur milli þeirra hæðstu og þeirra lægstu,“ sagði Mary De Silva hjá Wellcome Trust sem stóð einnig að baki rannsókninni.

Hollenskir karlmenn og lettneskt kvenfólk hæst

Eru karlmenn í Hollandi að meðaltali hæðstir, eða 183 cm en smæstir að meðaltali eru karlmenn í Austur Tímor, eða 160 cm. Konur voru hæstar í Lettlandi að meðaltali eða 170 cm en lægstar í Guatemala eða 149 cm.

Hæð veltur á hvort tveggja genum sem og næringar og umhverfisþáttum eins og heilsu móður meðan á meðgöngu stendur, og matarræði í æsku. Almennt er hærra fólk ólíklegra til að veikjast og lifir lengur, þó vísbendingar séu um að hærra fólk sé mögulega líklegra til að fá ákveðnar gerðir krabbameina.

Í sumum löndum Afríku sunnan Sahara hefur fólk lækkað í hæð á síðustu 40 árum þó það sé hærra en það var fyrir 100 árum. Nefna þeir þar Sierra Leone, Uganda og Rúanda. Þetta kemur fram í frétt í Financial Times.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is