Hugsanlegt er að höft verði á ákveðnar tegundir fjármálagerninga til lengri tíma til að koma í veg fyrir spákaupmennsku og uppsöfnun innlána íslensku bankanna í öðrum löndum, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna höftin lið í gengisstýringu krónunnar.

Bloomberg segir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) taka undir með Bjarna. Á hinn bóginn er rifjað upp að AGS hafi varað við því að höftin verði látin vara of lengi, slíkt geti skekkt markaðinn.