Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr.is, segir ísgerðina og heimalagað rauðkál ómissandi þátt í jólaundirbúningnum.

„Síðustu árin hafa smákökur vikið fyrir heimalöguðum ís, fjórum tegundum hið minnsta og tvöfaldur skammtur af hverri tegund. Tegundirnar eru oftast cappucino, gamli vanillu-ömmuísinn, toblerone- og möndluís og síðan dökkur súkkulaðiís. Ísgerðin er síðan kynnt árlega í fjölmennu skötuboði foreldra minna að kvöldi 23. desember en magnið dugar líka um áramótin. Mér finnst ómissandi þáttur að gera eitthvað sérstakt fyrir jólin en ég efast um að jólabakstur sé eins algildur á heimilum og hann einu sinni var. Þessar kræsingar eru ekki einu sinni smakkaðar fyrr en hátíðin hefst.“

Viðskiptablaðið ræddi við fleiri forstjóra um jólabaksturinn í nýjasta tölublaði. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.