Matsfyrirtækið Standard og Poor´s hefur lækkað lánshæfismat Ítalíu úr A+ í A og telur að framtíðarhorfurnar séu neikvæðar. Mikill efi ríkur um að ítölsk stjórnvöld ráði ekki við að skera niður ríkisútgjöld og koma ríkisfjármálunum í lag.

Hlutabréf í Ítalíu hafa lækkað það sem af er degi.

Ítalska þingið samþykkti í liðinni viku aðgerðaáætlun stjórnarinnar. Aðgerðirnar fela bæði í sér skattahækkanir og niðurskurð og eiga að bæta stöðu ríkissjóðs um 54 milljarða evra, eða 8.600 milljarða króna, þannig að fjárlög verði hallalaus árið 2013.