*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 3. desember 2018 17:49

Kaupir fyrir 340 milljónir í HB Granda

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, bætti við hlut sinn í félaginu í dag um 340 milljónir króna.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi HB Granda.
Haraldur Guðjónsson

Útgerðarfélag Reykjavíkur (áður Brim) keypti í dag tíu milljónir hluta í HB Granda á genginu 33,89 krónur á hlut. Félagið greiddi því 338,9 milljónir króna fyrir hlutina. Eftir viðskiptin á Útgerðarfélag Reykjavíkur um 38% hlut í HB Granda.

Útgerðarfélag Reykjavikur, er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra HB Granda. Hann varð stærsti hluthafi HB Granda í vor eftir að hafa keypt 34% hlut Hvals í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna á genginu 35 krónur á hlut.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is