yrir skömmu birti ríkisstjórn Bretlands efnahagsspá hagfræðingsins Sir Nicholas Stern sem segir til um meint efnahagsleg áhrif loftlagsbreytinga á heimsframleiðslu. Í skýrslunni kemur fram að kostnaður sem yrði af því að aðhafast ekki nemi frá fimm og upp í tuttugu prósent af heimsframleiðslu, en að kostnaður við að koma í veg fyrir loftlagsbreytingarnar gæti verið eitt prósent af heimsframleiðslu á ári.

Skýrslan hefur orðið kveikjan að aukinni umræðu um áhrif loftslagsbreytinga en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrsluna vera það mikilvægasta skjal sem honum hafi borist í stjórnartíð sinni. Skýrslan hefur þó hlotið talsverða gagnrýni og hefur verið bent á að um spá sé að ræða sem byggi á einhverju leyti á getgátum sem ekki sé hægt að rökstyðja. Flestir eru þó sammála að loftlagsbreytingar hafi að undanförnu fengið sífellt meira vægi í stjórnmálum og nú efnahagsmálum.

Umhverfis- og iðnaðarráðuneytið segja innihald skýrslunnar vera í samræmi við stefnumótun um loftslagsbreytingar sem nú á sér stað. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir að meginniðurstaðan sé að málið snúist um að tryggja framtíð barna okkar og að það eina sem komi ekki til álita sé að aðhafast ekki neitt.

Árni Finnsson, fomaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að stjórnvöld hafi beðið of lengi með að grípa til aðgerða og að sífellt verði erfiðara að snúa við. Andri Snær Magnason, einn stofnanda Framtíðarlandsins, segir að iðnaðarráðuneytið virðist hafa misst stóriðjuna úr böndunum og að gullæði ríki nú meðal sveitarstjórna og orkufyrirtækja.

Hvað svo sem rétt er í málinu er ljóst að umræður um loftslagsbreytingar munu aukast á næstu misserum.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.