Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa jafnað sig eftir áfall gærdagsins, en þeir lækkuðu skarpt við opnun í kjölfar hryðjuverkaárása í Brussel; en ISIS lýstu yfir ábyrgð á hryðjuverkunum.

Eftir skarpar lækkanir við upphaf viðskipta í gær þá jöfnuðu markaðir sig að mestu og hóflegar hækkanir í dag hafa eytt út þeim lækkunum sem urðu í gær. FTSE 100 í London hefur hækkað um 0,2% það sem af er degi. DAX í Þýskalandi hefur hækkað um 1,08%. CAC 40 í Frakklandi hefur hækkað um 0,44% og samevrópska vísitalan Stoxx 600 hefur hækkað um 0,38%.

Hóflegar hækkanir og lækkanir voru á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu í dag. Nikkei 225 í Japan lækkaði um 0,28%. Hang Sng í Hong Kong lækkaði um 0,25% og samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um 0,35%.