Ísraels­menn á­kváðu í nótt að hefna fyrir á­rásir Írans á landið um liðna helgi og var greint frá því í morgun að tvö ísraelsk flug­skeyti hafi hæft Íran í nótt.

Hluta­bréfa­markaðir í Asíu tóku væna dýfu eftir að fregnir bárust af á­rásinni og féll Nikkei vísi­talan í Japan um 2,7%. Úr­vals­vísi­tölur Hong Kong, Suður-Kóreu og Taí­van lækkuðu allar á bilinu 1% til 3,8%.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru hluta­bréfa­vísi­tölur Banda­ríkjanna einnig að lækka í fram­virkum samningum.

Verðið á Brent hrá­olíu rauk upp um 4% í fyrstu við­skiptum í Asíu og þá hafa fjár­festar verið að leita í mun meira magni en venju­lega í stöðuga gjald­miðla líkt og Banda­ríkja­dal, sviss­neska franka og japönsk jen.

Verðið á Brent hrá­olíu hefur lækkað að nýju í morgun eftir að greint var frá því á­rásin hefði ekki verið mann­skæð.