Matvælaverð á heimsvísu hefur aldrei verið hærra en í desember, samkvæmta Matvælastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Þá fór vísitala matvælaverðs yfir fyrra met sem er frá því árinu 2008. Verðhækkanirnar þá leiddu til óeirða í nokkrum ríkjum heimsins, þar á meðal Kamerún, Haíti og Egyptalandi.

I sýrslu stofnunarinnar er bent á vísitalan hækki einkum vegna mikilla hækkana á sykri, hveiti og olíu. Haft er eftir sérfræðingi á vef BBC að veðurfar gæti leitt til mun meiri verðhækkana. Flóð í Ástralíu á síðustu vikum hafi til að mynda ýtt undir frekari hækkanir.