Að því er Lettneska hagstofunni hefur greint frá mældist hagvöxtur í Lettlandi 13,1% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en hagvöxtur hefur ekki mælst svo mikill frá sjálfstæði landsins 1991.

Frá þessu er greint í MP Molum, fréttaþjónustu MP fjárfestingabanka. Þessi öri vöxtur skýrist einkum af vexti í verslun sem er 17,7% upp miðað við sama tímabil í fyrra, flutningar og fjarskipti (upp um 13,6%), framleiðsla (12,7%) og byggingariðnaðurinn er upp um 17,5%. Til samanburðar við 13,1% hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í Lettlandi má skoða spá fjármálaráðuneytisins um 4,7% hagvöxt hér á landi fyrir þetta ár og 5,5% hagvöxt árið 2005.