Bandarískir bændur munu planta og sá í land sem nemur 92 milljónum hektara í ár. Er þetta mesta nýting á ræktunarlandi frá árinu 1984, samkvæmt frétt Bloomberg. Mikilvægasta ástæðan fyrir þessari auknu ræktun er sú að heimsmarkaðsverð á landbúnaðarvörum hefur ekki verið hærra í fjörutíu ár.

Land í ræktun mun stækka sem nemur 2,5% frá því í fyrra. Samkvæmt frétt Bloomberg hækkaði hreinn rekstrarhagnaður bandarísks landbúnaðar um 28% í fyrra frá árinu á undan og nam tæpum 101 milljarði dala. Verð á ræktunarlandi hefur hækkað mjög og er nú um 708.000 krónum á hektarann.

Þessi framleiðsluaukning er ekki aðeins bundin við Bandaríkin, því bændur í Kanada, Kína og fleiri löndum hafa spýtt í lófana og hefur verð á landbúnaðarvörum lækkað um 11% frá því sem mest var fyrir um ári síðan.