Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands segir að Alaska geti orðið gegnt leiðtogahlutverki á sviði jarðvarmaorku.

Þetta sagði forseti Íslands í vikunni en hann sækir nú Northern Research Forum ráðstefnuna í Anchorage í Alaska.

Á fréttavef KTUU fréttstofunnar í Alaska kemur fram að umræðuefni ráðstefnunnar er hlutverk og áhrif þeirra heimskautaríkja.

Þá kemur fram að Íslandi sé mest þróaðasta ríkið þegar kemur að nýtingu jarðvarma, hér sé hann notaður til að hita hús og útvega orku.

Ólafur Ragnar sagði þá ráðstefnunni að jarðvarmi gæti hreinsað loftið í Alaska og þannig yrði hægt að geyma olíu- og gas auðlindir til betri tíma.

„Umfram allt munuð þið ná fram ódýrari orku fyrir heimilin og fyrirtækin því hvað sem öðru líður mun verð á olíu og gasi hækka,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu.

Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin í Bandaríkjunum.