Orri Vigfússon og flelri vinna að uppbygginu á lúxushúsi fyrir ferðamenn á Deplum í Fljótum og stefnt að því að ljúka þeim á árinu. Framkvæmdir ganga vel og búið að steypa byggingu sem tengist saman gamalt íbúðahús og fjárhús þar sem gert er ráð fyrir að skíðafólk muni gista í. Svefnpláss er fyrir 15 til 20 manns. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina alla nemur um hálfum milljarði króna.

Fjallað er um framkvæmdirnar í Morgunblaðinu í dag og bent á að töluvert sé um að á Tröllaskaga komi skíðafólk sem láti fljúga með sig á þyrlu upp á fjöll og renni sér svo niður á skíðum eða brettum.

Orri segir í samtali við Morgunblaðið í dag að þrátt fyrir að góður gangur sé í framkvæmdunum þá nái þeir sem að þeim komi ekki skíðavertíðinni á þessu ári. Með Orra vinnur Chard R Pike, aðalframkvæmdastjóri og varaformaður bandaríska fjárfestingasjóðsins Blackstone í Evrópu. Þeir sitja saman í stjórn Verndarsjóðs villtra laxastofna. Pike hefur komið að byggingu lúxushúsa á skíðasvæðum í Klettafjöllunum í Bandaríkjunum, frönsku Ölpunum og á Englandi.