Rekstrar­tekjur fast­eigna­fé­lagsins Grósku ehf. námu 945 milljónum króna í fyrra sam­kvæmt árs­reikningi fé­lagsins sem er hækkun úr 699 milljónum árið áður. Tekjur fé­lagsins hafa aukist jafnt og þétt en þær voru í kringum 159 milljónir árið 2021.

Fé­lagið rekur og leigir út skrif­stofu- og at­vinnu­hús­næði að Bjargar­götu 1 í Reykja­vík. Tekjur fé­lagsins af fast­eigninni í Vatns­mýrinni hafa aukist jafnt og þétt en byggingu lauk í lok árs 2020.

Gróska er að mestu í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar, Andra Sveins­sonar og Birgis Más Ragnars­sonar, með­eig­enda hjá Novator í gegnum fé­lagið BAT Real Esta­te S.á.r.l sem er skráð í Lúxem­borg.

Mats­hækkun á fjár­festingar­eignum nam 23,3 milljónum króna í fyrra í saman­burði við 681,5 milljón króna hækkun árið 2022.

Heildar­af­koma ársins var nei­kvæð um 267,5 milljónir króna eftir já­kvæða af­komu upp á 182,7 milljónir árið 2022.

Hand­bært fé frá rekstri nam 145,6 milljónum. Sam­kvæmt efna­hags­reikningi í árs­lok 2023 námu eignir sam­stæðunnar 14,8 milljörðum króna. , en þar af eru fjár­festingar­eignir 12.7 milljarðar.

Eigið fé var 3.451 milljarðar og eigin­fjár­hlut­fall 23,2%.

„Á árinu 2023 hlaut bygging Grósku að Bjargar­götu 1 loka­út­tekt og húsið fært á byggingar­stig 7. Gróska er að mestu komin í út­leigu til traustra leigu­taka sem byggja á sam­eigin­legu mark­miði Grósku að efla ný­sköpunar­sam­fé­lagið á Ís­landi. Dag­leg starf­semi á árinu fólst í að þjónusta þá leigu­taka sem að­setur hafa í Grósku, inn­rétta rými fyrir nýja leigu­taka en á komandi ári mun nýr veitinga­staður opna í Grósku og hlökkum við til að halda á­fram að skapa að­stæður til sam­skipta og tengsla, hvort sem það er innan hússins eða við fræða­sam­fé­lag há­skóla­svæðisins,” segir í árs­reikningi fé­lagsins.

Gróska lauk í fyrra við endur­fjár­mögnun á fram­kvæmda­lánum með veð­skulda­bréfi að fjár­hæð 3.615 m. kr. og ber verð­tryggða breyti­lega vexti með loka­gjald­daga í septem­ber 2028.

Stjórn Grósku leggur til að það verði ekki greiddur arður til hlut­hafa á árinu 2024.