Erfiðleikar á lánamarkaði munu væntanlega kosta einhverja smærri íslensku bankanna sjálfstæði sitt, að mati Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra, samkvæmt því sem fram kemur í Børsen í dag.

Hann gerir að sögn blaðsins ráð fyrir að alþjóðlega lausafjárkrísan muni þvinga fram sameiningar hjá minni bönkum. „Við gerum ráð fyrir samrunum minni banka sem afleiðingu af alþjóðlegu krísunni,“ er  haft eftir Eiríki.

Ennfremur er haft eftir Eiríki að hann geri ekki ráð fyrir krísu hjá stærstu bönkum landsins, þeir muni geta séð um sig sjálfir.