Velta Teslu á Íslandi, dótturfélags Tesla International B.V, nam 10,9 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 8 milljarða króna veltu árið áður. Aukin velta á milli áranna 2021 og 2022 skýrist einkum af tvöfalt meiri sölu félagsins á Model Y bílnum á milli ára.

Tesla á Íslandi seldi 1.023 Model Y bíla á síðasta ári samanborið við 534 bíla árið 2021. Á sama tíma dróst sala á ódýrari týpunni Model 3 saman á milli ára, fór úr 509 seldum bílum niður í 216 bíla.

Hagnaður félagsins á Íslandi nam 181 milljónum króna samanborið við 64 milljón króna hagnað árið áður. Kostnaðarverð seldra vara var um 10,2 milljarðar króna, og var framlegðin því rúmlega 700 milljónir króna.

Nánar er fjallað um Teslur á Íslandi í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á föstudaginn. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.