*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 16. maí 2013 14:13

Simmi og Jói ánægðir með viðtökurnar

Hamborgarafabrikkan opnaði á Akureyri í gær í húsnæði hótel KEA. Simmi og Jói voru ánægðir með viðtökur heimamanna.

Edda Hermannsdóttir
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hamborgarafabrikkan var opnuð á Akureyri í gær í húsnæði hótel KEA. Staðurinn tekur 120 gesti í sæti. Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktir sem Simmi og Jói, voru ánægðir með viðtökurnar. „Þetta gekk ljómandi vel og það var mikið að gera allan daginn“, segir Jói sem segir Akureyringa jákvæða með þessa nýjung í bænum.

Hann segir undirbúning hafa gengið vonum framar. „Við tókum góðan tíma í æfa okkur. Við vorum í raun byrjuð að elda um helgina og fengum til okkar fólk. Nú bíðum við bara eftir að það fari að hlýna fyrir norðan.“

VB sjónvarp hitti Simma og Jóa í apríl þegar undirbúningur var í hámarki.